ŢRIĐJUDAGUR 24. JANÚAR NÝJAST 19:04

Birkir Bjarnason á leiđ til Aston Villa

SPORT

Fyrstu kaup City á árinu stađfest

 
Enski boltinn
09:47 15. JANÚAR 2016
Caceres í leik međ Central Coast Mariners.
Caceres í leik međ Central Coast Mariners. VÍSIR/GETTY

Ástralska liðið Central Coast Mariners hefur tilkynnt að miðjumaðurinn Athony Caceres er á leið til Manchester City.

Þessi 23 ára leikmaður hefur verið á mála hjá liðinu síðan 2012 og spilað 62 leiki í áströlsku deildinni. „Við ferðum að fagna því þegar Central Coast Mariners selur leikmenn til stærri félaga. Það er okkar markmið,“ sagði Tony Walmsley, þjálfari liðsins.

Þetta er annar leikmaðurinn sem kemur úr áströlsku deildinni til City þetta tímabilið en félagið fékk Luke Brattan frá Brisbane Roar í október. Hann var um leið lánaður til Bolton í ensku B-deildinni.

Fjölmiðlar ytra telja líklegt að Caceres verði einnig lánaður til annars félags og hefur hann verið orðaður við Melbourne City, sem er systurfélag Manchester City. Það vildu forráðamenn Melbourne City þó ekki staðfesta að svo stöddu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Fyrstu kaup City á árinu stađfest
Fara efst