Viðskipti innlent

Fyrstu Airbnb-íbúðunum lokað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjórum gistheimilum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað í tengslum við rannsókn lögreglunnar og Ríkisskattstjóra á rekstri gistiheimila án tilskilinna réttinda. Um er að ræða íbúðir sem leigðar eru út í gegnum samfélagsmiðla á borð við Airbnb eða Facebook.

Fjölmargir Íslendingar hafa íbúðir sínar til leigu á AirBnb og könnuðu lögreglan og Ríkisskattstjóri heimili og íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í ágúst og september. Um var að ræða eftirlit með gistileyfum og skattskyldu tekna vegna sölu á gistingu.

Lögreglan segir að unnið verði úr þeim gögnum sem söfnuðust en þurft hafi að loka fjórum heimilum og íbúðum. Lögreglan sótti einnig heim 35 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í desember.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að eftirlitið muni halda áfram og hvetja því þá sem hyggjast leigja hús, íbúðir eða herbergi til ferðamanna að sækja um tilskilin leyfi áður en starfsemin hefst, vera með löglega tekjuskráningu og greiða af þeim tekjum lögbundna skatta og gjöld.

Sækja þarf um rekstrarleyfi til lögreglu/sýslumanns áður en rekstur hefst og starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits.


Tengdar fréttir

Fylgjast með auglýsingum vegna leiguíbúða á samskiptamiðlum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við Ríkisskattstjóra, heimsótti í desember 35 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem gisting hafði verið auglýst í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og airbnb.com.

Stóru málin: Gullgrafaraæðið í gistibransanum

Ferðamenn flykkjast í sívaxandi mæli til Íslands og íbúðaeigendur hafa eftir hrun margir eygt möguleika á að drýgja tekjur sínar með því að leigja út herbergi eða íbúðir til ferðamanna.

Umdeildar breytingar á merki Airbnb

Vefsíðan Airbnb kynnti nýtt merki og útlit á síðunni í gær sem vakið hefur mikla athygli á samfélagsmiðlum og víðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×