Sport

Fyrsti transkarlinn í bandarískum atvinnuíþróttum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Harrison Browne í leik með Beauts
Harrison Browne í leik með Beauts mynd/buffalo beauts
Harrison Browne leikur með Buffalo Beauts í atvinnudeild kvenna í íshokkíi í Norður-Ameríku (NWHL). Hann fæddist kona.

Browne er fyrsti atvinnumaðurinn í íþróttum vestan hafs sem kemur út úr skápnum sem transmanneskja.

„Ég er karl,“ sagði Browne við ESPNW í Bandaríkjunum. „Fjölskylda mín er búin að átta sig á því og nú er kominn tími til að ég sé þekktur sem sá sem ég er. Að vera viðurkenndur og kallaður mínu rétta nafni þegar ég skora eða sé nafn mitt á vefnum.

Browne er 23 ára og samdi á ný við Beauts fyrir tímabilið sem hófst nú um helgina. Hann skoraði 12 mörk á síðasta tímbili.

Þar sem hann keppir í kvennadeild mun hann ekki hefja kynleiðréttinguna strax því þá myndi hann falla á testoterone prófi deildarinnar.

„Við styðjum hann,“ sagði Dani Rylan yfirmaður NWHL deildarinnar. „Þetta er ekkert stórmál þegar út í það er farið. Við berum virðingu fyrir nafninu og persónufornafninu og kröfu hans á að fá að vera hann sjálfur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×