Enski boltinn

Fyrsti sigur Úlfanna í rúma tvo mánuði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Daði í leiknum í kvöld.
Jón Daði í leiknum í kvöld. vísir/getty
Wolves vann sinn fyrsta leik í rúma tvo mánuði er liðið sótti QPR heim á Loftus Road í ensku B-deildinni í kvöld. Lokatölur 1-2, Wolves í vil.

David Edwards og Helder Costa skoruðu mörk Úlfanna um miðjan seinni hálfleik. Joel Lynch minnkaði muninn í 1-2 á lokamínútunni en nær komst QPR ekki.

James Perch gerði samherjum sínum í QPR lítinn greiða þegar hann lét reka sig út af á 34. mínútu. Heimamenn léku því einum færri síðustu 56 mínútur leiksins.

Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður í liði Wolves á 76. mínútu.

Úlfarnir eru í 19. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 19 umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×