Enski boltinn

Fyrsti sigur Leicester í þrjá mánuði - öll úrslitin í enska

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Leicester-menn fagna markinu í dag.
Leicester-menn fagna markinu í dag. vísir/getty
Eftir þrettán leiki án sigurs, þar af sex töp í röð, vann Leicester loks aftur leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Alsíringurinn Riyad Mahrez tryggði liðinu sigur á Hull, 1-0, með marki á 32. mínútu, en lærisveinar Steve Bruce eru einnig í miklum vandræðum. Þeir hafa aðeins unnið einn af síðustu ellefu leikjum sínum.

Fyrir leikinn var Leicester ekki búið að vinna í rétt tæpa þrjá mánuði, eða síðan það lagði Manchester United, 5-3, í rosalegum leik í byrjun október.

Stoke vann annan leikinn í röð þegar liðið lagði WBA á heimavelli í dag, 2-0, en Mame Biram Diouf skoraði bæði mörkin. Stoke komið upp í tíunda sæti deildarinnar.

QPR og Crystal Palace skildu jöfn, markalaus, líkt og Aston Villa og Sunderland.

Úrslit dagsins og markaskorarar:


Tottenham - Man. Utd 0-0

Southampton - Chelsea 1-1

1-0 Sadio Mané (17.), 1-1 Eden Hazard (45.).

Aston Villa - Sunderland 0-0

Hull - Leicester 0-1

0-1 Riyad Mahrez (32.).

Man. City - Burnley 2-2

1-0 David Silva (23.), 2-0 Fernandinho (33.), 2-1 George Boyd (47.), 2-2 Ashley Barnes (81.).

QPR - Crystal Palace 0-0

Stoke - West Brom 2-0

1-0 Mame Biram Diouf (51.), 2-0 Mame Biram Diouf (67.).

West Ham - Arsenal 1-2

0-1 Santi Cazorla (41., víti), 0-2 Danny Welbeck (44.), 1-2 Cheikhou Kouyate (54.).

Newcastle - Everton 0-1 í gangi


Tengdar fréttir

Markalaust á White Hart Lane

Tottenham og Manchester United skildu jöfn 0-0 á White Hart Lane í Lundúnum í hádegisleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Newcastle lagði Everton

Newcastle batt enda á þriggja leikja taphrinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið lagði Everton 3-2 á heimavelli sínum St. James' Park.

Nýliðarnir náðu stigi gegn meisturunum

Nýliðar Burnley stöðvuðu sigurgöngu Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðin gerðu jafntefli 2-2 á Ethiad vellinum í Manchester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×