Handbolti

Fyrsti sigur Eyjakvenna á árinu 2015

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vera Lopes.
Vera Lopes. Vísir/Valli
ÍBV vann tólf marka sigur á ÍR, 36-24, í 12. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta en liðin mættust út í Vestmannaeyjum í kvöld.

ÍBV steinlá í fyrsta leik ársins á móti Gróttu en  átti ekki í miklum vandræðum með botnlið deildarinnar í kvöld. ÍBV komst upp að hlið Stjörnunnar í 3. til 4. sæti með þessum sigri en Stjörnukonur eiga leik inni.

Vera Lopes skoraði níu mörk fyrir ÍBV-liðið í leiknum í kvöld og Telma Silva Amado var með sex mörk. Eyjakonur skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins, komust í 7-2 og voru 19-11 yfir í hálfleik.



ÍBV - ÍR 36-24 (19-11)

Mörk ÍBV: Vera Lopes 9, Telma Silva Amado 6, Díana Dögg Magnúsdóttir 5, Drífa Þorvaldsdóttir 5, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 3, Arna Þyrí Ólafsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 2, Selma Rut Sigurbjörnsdóttir 2, Sóley Haraldsdóttir 2.

Mörk ÍR: Brynhildur Kjartansdóttir 8, Sif Maríudóttir 3, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 3, Petra Waage 2, Karen Tinna Demian 2, Sandra Ýr Geirmundardóttir 2, Margrét Valdimarsdóttir 2, Anna Margrét Sigurðardóttir 1, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×