Enski boltinn

Fyrsti ósigur Eiðs Smára með Bolton

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári spilaði 80 mínútur í dag.
Eiður Smári spilaði 80 mínútur í dag. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen var í fyrsta skipti í tapliði hjá Bolton í dag er liðið þurfti að sætta sig við 2-1 tap gegn Huddersfield á útivelli í ensku B-deildinni í fótbolta.

Darren Pratley, sem skoraði líka í síðasat leik á öðrum degi jóla, kom Bolton yfir í fyrri hálfleik með fallegu marki, en heimamenn skoruðu tvö í þeim síðari og tryggðu sér öll stigin.

Þetta er fyrsta tap Bolton í síðustu níu leikjum, en það hefur verið á miklum skriði á undanförnu. Eiður Smári spilaði 80 mínútur í dag og var í byrjunarliðinu þriðja leikinn í röð.

Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Cardiff steinlágu gegn Watford á heimavelli, 2-4, eftir að komast yfir með marki Adam Le Fondre á 20. mínútu. Aron spilaði fyrsta klukkutímann í dag.

Kári Árnason og hans menn hjá nýliðum Rotherham töpuðu einnig stigum eftir að komast yfir, en þeir gerðu 1-1 jafntefli við Blackpool á útivelli. Kári spilaði allan leikinn.

Bolton er í 15. sæti með 30 stig, Cardiff þremur sætum ofar með 31 stig og Rotherham í 18. sæti með 28 stig. Pakkinn er ansi þéttur frá tíunda sæti til þess 18., en aðeins skilja þrjú stig liðin að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×