MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 07:30

Brassar langfyrstir ađ tryggja sér sćti á HM og settu met

SPORT

Fyrsti örninn hjá Ólafíu Ţórunni á LPGA-mótaröđinni

 
Golf
16:46 16. MARS 2017
Ólafía Ţórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Ţórunn Kristinsdóttir. VÍSIR/VILHELM

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er að byrja vel á Bank of Hope Founders meistaramótinu í golfi sem fer fram í Phoenix en þetta er þriðja mótið hennar á LPGA mótaröðinni.

Ólafía Þórunn fékk par á fyrstu sex holum dagsins en svo kom að stóru stundinni á sextándu holunni.

Ólafía Þórunn lék þessa par fjögur holu á aðeins tveimur höggum og fékk því örn.

Sjá einnig: Fylgstu með Ólafíu í beinni textalýsingu

Sextánda holan er 314 jardar eða 287 metrar. Í lýsingu á holunni á heimasíðunni er hún kölluð „A true risk-reward hole“ það er hola sem getur gefið vel fyrir þá sem eru tilbúnir að taka smá áhættu.

Kylfingar geta hinsvegar lent í vandræðum og tvöfaldur skolli er því jafnalgengur og örn.

Þetta er fyrsti örninn hjá Ólafíu Þórunni á LPGA en hún er fyrst íslenskra kylfinga til að keppa á sterkustu mótaröðinni í heimi.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Fyrsti örninn hjá Ólafíu Ţórunni á LPGA-mótaröđinni
Fara efst