Fótbolti

Fyrsti Meistaradeildarleikmaðurinn sem er fæddur eftir 2000

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Moise Kean.
Moise Kean. Vísir/Getty
Moise Kean er að skrifa fótboltasöguna þessa dagana en þessi ungi og stórefnilegi leikmaður er að fá sín fyrstu tækifæri með stórliði Juventus.

Um síðust helgi varð hann fyrsti leikmaður fæddur eftir 2000 til að spila í einum af fimm stærstu deildum Evrópu og í gær varð hann síðan sá fyrsti fæddur eftir 1. janúar 2000 sem spilar í Meistaradeildinni.

Moise Kean er fæddur 28. febrúar 2000 og því enn bara sextán ára gamall. Það er því líka stórmerkilegt að hann fái að spila hjá ítölsku meisturunum í viðbót við það að vera fyrsti leikmaðurinn frá 21. öldinni.

Moise Kean er fæddur í bæ sem er aðeins í klukkutíma fjarlægð frá Torinó sem er einmitt heimaborg Juventus-liðsins.

Moise Kean kom inná sem varamaður fyrir Miralem Pjanic á 84. mínútu í 3-1 sigurleik Juventus á móti Sevilla í gær. Staðan var bara 1-1 þegar hann kom inn í leikinn.

Moise Kean fékk einnig sex mínútur í ítölsku A-deildinni um helgina þegar Juve vann 3-0 sigur á Pescara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×