Handbolti

Fyrsti leikurinn á EM verður við Norðmenn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska liðið fagnar hér sigri á Norego í milliriðli á EM 2010.
Íslenska liðið fagnar hér sigri á Norego í milliriðli á EM 2010. Mynd/Diener
Íslenska handboltalandsliðið er í riðli með Króatíu, Noregi og Hvíta-Rússlandi í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í janúar. Nú er búið að raða upp leikjunum í riðlunum.

Fyrsti leikur íslenska liðsins í riðlinum verður á mótið Norðmönnum en Ísland er að mæta Noregi í riðlakeppninni á þriðja Evrópumótinu í röð.

Ísland spilar við Norðmenn 156. janúar en allir leikirnir í riðli Ísland fara fram í Spodek-höllinni í Katowice.

Ísland spilar síðan við Hvíta-Rússland tveimur dögum síðar og lokaleikur liðsins er síðan á móti Króatíu.

Danmörk, lið Guðmundar Guðmundssonar, mætir Rússum í fyrsta leik en svo taka við leikir á móti Svartfjallalandi og Ungverjalandi.

Þýskaland, lið Dags Sigurðssonar, lenti í mjög erfiðum riðli en liðið mætir Spáni í fyrsta leik og svo taka við leikir á móti Svíþjóð og Slóveníu.




Tengdar fréttir

Aron: Ánægjuleg lending

Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×