Innlent

Fyrsti fundur hjúkrunarfræðinga og ríksins í fimm daga hafinn

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari.
Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari. Vísir/Pjetur
Fundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins hjá ríkissáttasemjara var að hefjast nú tuttugu mínútur í þrjú. Fundurinn er sá fyrsti í fimm daga, eða allt frá því að samninganefnd hjúkrunarfræðinga hafnaði tilboði ríkisins.

Fundinum seinkaði um hálftíma en fyrir hann hittust samningsaðilar sitt í hvoru lagi í húsnæði ríkissáttasemjara og funduðu sín á milli eins og venjan er.

Ekki er hægt að segja til um hversu langur fundurinn verður. Ljóst er að mikilvægt er að leysa þann hnút sem myndast hefur á milli deiluaðila þar sem nú sinna aðeins fimm hundruð hjúkrunarfræðingar starfi 

Samninganefnd ríkisins lagði á síðasta fundi til að eftir fjögur ár yrðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga um 359 þúsund, að sögn Ólafs G. Skúlasonar, formanns félags hjúkrunarfræðinga. Hann sagðist í samtali við Vísi ekki geta sætt sig við þá tölu.


Tengdar fréttir

Samningafundi BHM og ríkis frestað til þrjú í dag

"No comment,“ segir formaður samninganefndir BHM, um hvort fundur gærdagsins ýti undir bjartsýni á lausn kjaradeilu félagsins við ríkið. Samninganefndirnar sátu á fundi í Karphúsinu í rúma fjóra tíma í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×