Golf

Fyrsti Englendingurinn í tuttugu ár sem vinnur Masters

Stefán Árni Pálsson skrifar
Willett lék frábært golf í dag.
Willett lék frábært golf í dag. vísir/getty
Englendingurinn Danny Willett stóð uppi sem sigurvegarin á Masters eftir virkilega góðan lokahring á Augusta-vellinum í Bandaríkjunum í dag.

Willett er fyrsti Englendingurinn í tuttugu ár til að vinna mótið en Nick Faldo vann það síðast árið 1996. Fyrir daginn í dag var Faldo eini Englendingurinn sem hafði unnið Masters  en hann vann mótið í þrígang, árið 1989, 1990 og 1996.

Willett lék samtals á fimm höggum undir pari og hringinn í dag á 67 höggum eða á fimm höggum undir pari.

Fyrir daginn í dag var Jordan Spieth í efsta sæti en hann misteig sig illa á einni braut sem kostaði hann í raun sigurinn. Fyrir utan þá holu leik hann frábært golf í dag. Spieth hafnaði í öðru sæti og spilaði samanlagt á tveimur höggum undir pari eins og Lee Westwood sem lenti einnig í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×