Erlent

Fyrsta Zika smitið staðfest í Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
Vírusinn smitast með moskítóflugum.
Vírusinn smitast með moskítóflugum. Vísir/EPA
Yfirvöld í Kína hafa staðfest Zika smit þar í landi. 34 ára karlmaður er smitaður af veirunni og ferðaðist hann nýverið til Suður-Ameríku. Útbreiðsla veirunnar þar hefur valdið miklu fjaðrafoki á heimsvísu.

Embættismenn í Kína segja þó hættuna á frekari smitum þar litla, þar sem kalt sé í veðri þar og moskítóflugur, sem bera veiruna, ekki á ferli.

Sjá einnig: Hvað er Zika?

Maðurinn ferðaðist þó til Hong Kong á leið sinni heim til Kína og þar er sú tiltekna moskítófluga sem ber veiruna. Enn sem komið er hafa þó engin merki fundist um smit þar. Maðurinn sjálfur hefur verið settur í einangrun og er sagður vera á batavegi.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Zika-veirunnar sem greinst hefur víða um Suður-Ameríku og víðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×