Bíó og sjónvarp

Fyrsta þætti sjöttu seríu GoT lekið á netið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Aðdáendur Game of Thrones bíða nú í ofvæni eftir því að fyrsti þátturinn í sjöttu seríu verði frumsýndur en þættinum var lekið á netið fyrr í dag, þeim aðdáendum sem sáu þáttinn þá vafalaust til mikillar gleði en hinum sem ekki sáu hann til nokkurs ama þar sem ýmsir „spoilerar“ hafa verið settir inn á vefsíðurnar Reddit og IMDB.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er sá eini sem vitað er til að hafi séð alla sjöttu seríu en þó er ekki talið að lekinn sé frá honum kominn. Einhverjar vefsíður hafa í dag haldið því fram að HBO, sjónvarpsstöðin sem framleiðir og sýnir þættina, hafi lekið þættinum á netið en fleiri eru á því að lekinn komi frá kanadískri streymisíðu.

Þátturinn er ekki lengur aðgengilegur á netinu en hann verður sýndur á Stöð 2 klukkan eitt í nótt, á sama tíma og hann er frumsýndur í Bandaríkjunum, og svo aftur annað kvöld klukkan 22.05.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×