Lífið

Fyrsta sýnishornið úr Hreinum Skildi

Hreinn skjöldur verður sýndur á Stöð 2 í nóvember. Steindi leikur aðalhlutverkið í þáttunum, ásamt þeim Pétri Jóhanni Sigfússyni og Sögu Garðarsdóttur.

Steindi fer með hlutverk Hreins Skjaldar og lýsir persónunni sem einföldum manni og áhrifagjörnum. Söguþráður þáttanna er að venju ýktur og óvenjulegur og kemst Hreinn Skjöldur meðal annars í tæri við andsetinn skólastjóra, neðanjarðarátkeppni og djammara sem yfirtaka Herjólf.

Að sögn Steinda verða þættirnir nokkuð ólíkir þáttunum Steindinn okkar, þó haldið sé í einhverjar hefðir.

„Ef maður ætti að líkja þáttunum við einhverja aðra þáttaröð þá myndi ég segja að þetta væri svolítið eins og þættirnir um Simpsons fjölskylduna. Í þáttunum verða sömu karakterarnir, leiknir af sömu leikurunum, en hver þáttur er sjálfstæður. Með öðrum orðum byrja allir með hreinan skjöld í hverjum þætti,“ útskýrir hann.



Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×