Lífið

Fyrsta spil sinnar tegundar

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Boot Camp spilið er eitt af fáum borðspilum sem fá þig til að hreyfa þig.
Boot Camp spilið er eitt af fáum borðspilum sem fá þig til að hreyfa þig.
„Mesta snilldin við þetta er líklega sú að þú getur hamast í þessu hvar og hvenær sem er,“ segir Arnaldur Birgir Konráðsson, framkvæmdastjóri Boot Camp, en félagið hefur sent frá sér fyrsta spil sinnar tegundar hér á landi sem fær fólk til að hreyfa sig.

Um er að ræða spila með hreyfingu sem félagið notar í æfingum sínum. „Við höfum búið til spil en þá bara fyrir okkar fólk en vegna mikillar eftirspurnar ákváðum við að kýla á spil fyrir almenning. Þetta er gott fjölskylduspil og svo getur þetta líka verið gott keppnisspil,“ segir Arnaldur Birgir.

Arnaldur Birgir Konráðsson, framkvæmdastjóri Boot Camp
Æfingarnar í spilinu krefjast ekki hjálpartækja eða annarra tóla því hægt er að gera þær hvar sem er. „Æfingarnar okkar í Boot Camp eru þannig að fólk vinnur með sína eigin líkamsþyngd og þarfnast ekki hjálpartækja og þannig er þetta í spilinu.“

Spilið skiptist í tvennt, annars vegar borðspil og spilastokk, en á hverju spili í spilastokknum er æfing. „Við breyttum þekktum spilaleikjum eins og Olsen Olsen og Veiðimanni í æfingaspil, þá getur fólkið búið sér til ýmsa leiki í kringum spilið. Ég hef líka fengið fyrirspurnir um hvað sé hægt að gera í sumarfríinu og er spilið mjög hentugt fyrir þá sem vilja halda sér í formi í sumar,“ segir Arnaldur Birgir og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×