Innlent

Fyrsta skóflustungan að nýjum grunnskóla í Mosfellsbæ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjáskot úr myndbandi Yrki Arkitekta sem sýnir frumhönnun Helgafellsskóla.
Skjáskot úr myndbandi Yrki Arkitekta sem sýnir frumhönnun Helgafellsskóla.
Fyrsta skóflustunga að Helgafellsskóla undir Helgafelli í Mosfellsbæ verður tekin í dag. Bygging skólans verður stærsta einstaka framkvæmd sveitarfélagsins á næstu misserum. 

Heildarstærð hússins verður um 7300 fm og áætlaður byggingarkostnaður um 3500 milljónir. Skólinn verður byggður í fjórum áföngum og áætlanir gera ráð fyrir að fyrsti áfangi verði tekin í notkun haustið 2018.

Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ, Haraldur Sverrisson, segir að nýi skólinn muni létta á skólasvæði Varmárskóla.

Hér að neðan er myndband af frumhönnun skólans sem gerð er af Yrki Arkitektum. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×