Lífið

Fyrsta plata Halleluwah

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sölvi Blöndal
Sölvi Blöndal vísir/gva
Fyrsta plata tvíeykisins Halleluwah kemur út í dag. Meðlimir rafsveitarinnar eru Rakel Mjöll Leifsdóttir og Sölvi Blöndal, stofnandi Quarashi. Tónlistin á plötunni, sem ber sama titil og sveitin sjálf, er sögð vera í anda rökkurmyndahefðarinnar (film noir), með gamaldags raddbeitingu í bland við R&B með myrkum rafhljómum.

Halleluwah hefur verið starfandi frá 2013, en fyrsta smáskífan sem sveitin sendi frá sér var Blue Velvet. Nú þegar er eitt lag af plötu Halleluwah komið í spilun og ber titilinn Dior.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×