Tónlist

Fyrsta myndband Quarashi í áratug

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Quarashi-meðlimirnir Steinar Fjeldsted, Egill "Tiny“ Thorarensen og Sölvi ásamt Eilífi.
Quarashi-meðlimirnir Steinar Fjeldsted, Egill "Tiny“ Thorarensen og Sölvi ásamt Eilífi. Mynd/úr einkasafni
„Við vorum að leggja lokahönd á myndband við lagið Rock On en það verður frumsýnt eftir viku,“ segir Sölvi Blöndal, einn meðlima sveitarinnar Quarashi. Hljómsveitarmeðlimir tóku myndbandið upp um helgina en Eilífur Örn Þrastarson hjá Snark leikstýrir því.

„Bæði hjólabrettakappar og mótorhjólatöffarar koma við sögu,“ bætir Sölvi við en meðal hluta sem notaðir eru í myndbandinu er glæsilegt mótorhjól.

„Hjólið er hundrað ára afmælisútgáfa af Harley Davidson Road King, með 1450cc vél, búið að pimpa það upp með aparólu og „forward controls“, rífa burt óþarfa króm. Eigandinn er Birgir Axelsson sem erfði þetta hjól eftir föður sinn sem lést fyrir nokkrum árum,“ segir Sölvi.

Quarashi sendi Rock On frá sér um miðjan maí en lagið er þeirra fyrsta í áratug. Inniheldur það vísun í upphafsár sveitarinnar sem kemur fram á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina.

„Lagið er ferðalag inn í þá mikla næntís nostalgíu sem hljómsveitin stendur fyrir,“ bætir Sölvi við.

Þetta glæsilega mótorhjól kemur við sögu í myndbandinu.
Stuð í tökum.
Egill með Styrmi Oktavíusi Blöndal sem heimsótti settið.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×