Fótbolti

Fyrsta Meistaradeildarþrenna Englendings í fimm ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Welbeck fagnar einu marka sinna gegn Galatasary í gær.
Welbeck fagnar einu marka sinna gegn Galatasary í gær. Vísir/Getty
Danny Welbeck varð í gær sjötti Englendingurinn og sá fyrsti í fimm ár sem skorar þrennu í Meistaradeild Evrópu.

Welbeck skoraði þrennu í 4-1 sigri Arsenal á Galatasary á Emirates-vellinum og lék þar með sama leik og Mike Newell, Andy Cole, Michael Owen, Alan Shearer og Wayne Rooney höfðu áður leikið.

Mike Newell skoraði fyrstur Englendinga þrennu í Meistaradeildinni (sem var sett á laggirnar tímabilið 1992-93), en það gerði hann í 4-1 sigri þáverandi Englandsmeistara Blackburn Rovers á Rosenborg 6. desember 1995.

Newell var ekki lengi að skora þessu þrennu, en fyrsta mark hans kom á 30. mínútu, mark númer tvö sjö mínútum síðar og þriðja markið skoraði hann á 40. mínútu.

Andy Cole var næstur í röðinni, en skoraði öll þrjú mörk Manchester United í 3-1 sigri á Feyenoord 5. nóvember 1997.

Cole skoraði einnig þrennu þegar Manchester United bar sigurorð af Anderlecht 5-1 13. september 2000.

Michael Owen gerði öll þrjú mörk Liverpool í 3-1 sigri á Spartak Moskvu 22. október 2002.

Markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, Alan Shearer, skoraði þrennu þegar Newcastle United vann Bayer Leverkusen 3-1 26. febrúar 2003.

28. september 2004 skoraði Wayne Rooney svo þrennu í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United þegar liðið vann Fenerbahce frá Tyrklandi 6-2 á Old Trafford.

Þann 8. desember 2009 skoraði Owen, þá leikmaður Manchester United, þrennu gegn Wolfsburg á útivelli í 3-1 sigri United.

Rooney skoraði þrennu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Welbeck: Góð frammistaða hjá liðinu

Danny Welbeck skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal í 3-0 sigri þeirra á Aston Villa í dag. Welbeck var skiljanlega ánægður í leikslok.

Welbeck hefur komið Wenger á óvart

Danny Welbeck varð í gær sjötti Englendingurinn til þess að skora þrennu í Meistaradeildinni þegar hann skoraði 3 mörk fyrir Arsenal í 4-1 sigri á Galatasaray og knattspyrnustjórinn Arsene Wenger var sáttur með strákinn.

Wenger ver Welbeck

Hinn nýi framherji Arsenal, Danny Welbeck, fór illa með nokkur góð færi í leiknum gegn Dortmund í gær sem Arsenal tapaði, 2-0.

Welbeck afgreiddi Sviss

Hinn nýi framherji Arsenal, Danny Welbeck, var hetja Englands í Sviss í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×