ŢRIĐJUDAGUR 24. JANÚAR NÝJAST 19:15

Bein útsending: Stefnurćđa forsćtisráđherra og umrćđur um hana

FRÉTTIR

Fyrsta markmiđiđ er ađ komast í undanúrslitin í Póllandi

 
Handbolti
22:00 03. JANÚAR 2016
Guđmundur Guđmundsson, ţjálfari danska landsliđsins.
Guđmundur Guđmundsson, ţjálfari danska landsliđsins. VÍSIR/GETTY
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, segir að fyrsta markmiðið liðsins fyrir EM í Póllandi sé að komast að minnsta kosti í undanúrslitin.

Danmörk hefur tvívegis hampað titlinum á EM í handbolta á undanförnum átta árum en fékk skell í úrslitaleiknum gegn Frakklandi á heimavelli síðast þegar mótið var haldið.

Guðmundur varð fyrir áfalli á dögunum þegar Rene Toft Hansen sleit krossband en hann er algjör lykilmaður í vörn danska landsliðsins og þurfti liðið á honum að halda á Evrópumótinu í Póllandi.

„Við héldum liðsfund í gær og fyrsta markmið liðsins er ennþá það sama. Við ætlum okkur að koma okkur í undanúrslitaleikinn og það breyttist ekkert þegar Rene meiddist. Við þurfum að notast við aðra leikmenn í hans stað. Við þurfum að byrja mótið vel og þá komumst við vonandi í milliriðilinn í góðri stöðu.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Fyrsta markmiđiđ er ađ komast í undanúrslitin í Póllandi
Fara efst