Körfubolti

Fyrsta mark Guðjóns í kvöld verður 250. markið hans í Höllinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Stefán
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður í sviðsljósinu í Laugardalshöllinni í kvöld þegar íslenska landsliðið mætir Ísrael í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016.

Guðjón Valur hefur skorað 1586 mörk fyrir íslenska landsliðið þar af hafa 249 þeirra komið á fjölum Laugardalshallarinnar.

Guðjón Valur bætti markamet Ólafs Stefánssonar í Höllinni í sumar en Ólafur skoraði 244 mörk í Laugardalshöllinni á sínum tíma.

Guðjón Valur hefur skorað mörkin 249 í 38 leikjum í Laugardalshöllinni sem gera 6,6 mörk að meðaltali í leik.

Íslenska landsliðið hefur unnið 26 af þessum 38 leikjum þar af alla sex sem hann hefur skorað tíu mörk eða fleiri og 10 af 14 leikjum þar sem Guðjón Valur hefur skorað átta mörk eða fleiri.

Markaskor Guðjóns Vals í Laugardalshöllinni:

13 mörk - 1 leikur

12 mörk - 4 leikir

11 mörk - 1 leikur

9 mörk - 4 leikir

8 mörk - 4 leikir

7 mörk - 4 leikir

6 mörk - 5 leikir

5 mörk - 4 leikir

4 mörk - 5 leikir

3 mörk - 1 leikur

2 mörk - 3 leikir

1 mark - 2 leikir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×