Lífið

Fyrsta kvöldið á Sónar í myndum: Ást, konfettí og innlifun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessir tónleikagestir kunnu vel að meta GKR á Sónar í gærkvöldi.
Þessir tónleikagestir kunnu vel að meta GKR á Sónar í gærkvöldi. Lilja Draumland
Það var sannarlega stuð og stemning á fyrsta kvöldi tónlistarhátíðarinnar Sónar sem hófst í Hörpu í gærkvöldi. Meðal þeirra sem stigu á stokk fyrsta kvöldið af þremur voru hljómsveitirnar FM Belfast, GKR, Hatari og Tommy Genesis.

Eins og sjá má á myndum frá gærkvöldinu lifðu gestir sig vel inn í það sem listamennirnir höfðu fram að færa.

Að neðan má sjá myndasyrpu frá ljósmyndurunum Anítu Björk, Ásgeiri Helga, Theresu Precht, Lilju Draumland og Berglaugu Petru Garðarsdóttur sem stóðu vaktina í Hörpu í gærkvöldi.

Að neðan má sjá fleiri myndir frá gærkvöldinu.

FM Belfast voru í banastuði í gærkvöldi.Aníta Björk
Sjónarspilið var mikið í takt við tónlistina.Theresa Precht
Hatari var í banastuði á sviðinu.Ásgeir HElgi
Þessar stelpur skemmtu sér konunglega og dönsuðu eins og enginn væri morgundagurinn.Lilja Draumland
Áhorfendur á Sónar eru frá öllum heimshornum.Lilja Draumland





Fleiri fréttir

Sjá meira


×