Erlent

Fyrsta hryðjuverkaákæra í sögu Finnlands

Atli Ísleifsson skrifar
Við rannsókn voru um fjörutíu manns yfirheyrðir, en hinir grunuðu neita allir sök.
Við rannsókn voru um fjörutíu manns yfirheyrðir, en hinir grunuðu neita allir sök. Vísir/AFP
Ríkissaksóknari í Finnlandi hefur gefið út hryðjuverkaákæru á hendur fjórum mönnum, en þetta er sú fyrsta sinnar tegundar í sögu landsins.

Fjórmenningarnir eru grunaðir um að hafa sent háar fjárhæðir til hryðjuverkasamtakanna al-Shabaab í austurhluta Afríku.

Í ákærunni kemur fram að fjórmenningarnir hafi safnað saman fleiri þúsund evra á árunum 2008 til 2011. Einn er jafnframt grunaður um að hafa safnað nýjum liðsmönnum fyrir hryðjuverkasamtökin með það að markmiði að þeir fremji hryðjuverk.

Í frétt Hbl segir að maðurinn sé grunaður um að hafa fengið bróður sinn, sem hafði þá nýverið verið sleppt úr fangelsi í Afríku, til að ganga til liðs við al-Shabaab. Þá sé hann grunaður um að hafa undirbúið rán á 15 og 17 ára gömlum börnum bróður síns með það í huga að senda þau í æfingabúðir hryðjuverkasamtakanna.

Við rannsókn voru um fjörutíu manns yfirheyrðir. Fjórmenningarnir neita allir sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×