Golf

Fyrsta golfkeppni Smáþjóðaleikanna hefst í dag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Landsliðið er klárt í slaginn.
Landsliðið er klárt í slaginn. mynd/gsí
Keppni í golfi hefst í dag á Smáþjóðaleikunum sem hófust í gær.

Keppt er á Korpúlfsstaðarvelli þar sem Sjórinn og Áin verða leikinn – líkt og á Íslandsmótinu árið 2013.

Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í golfi á Smáþjóðaleikunum, en fyrstu keppendurnir fara af stað kl. 9.00 í dag og verða 72 holur leiknar á næstu fjórum dögum.

Keppt er í einstaklings og liðakeppni, og telja tvö bestu skorin í liðakeppninni í hverri umferð.

Karlalandslið Íslands er þannig skipað: Kristján Þór Einarsson (GM), Haraldur Franklín Magnús (GR), Andri Þór Björnsson (GR) og kvennaliðið skipa þær: Sunna Víðisdóttir (GR), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) og Karen Guðnadóttir (GS).

Frítt er inn á alla viðburði Smáþjóðaleikanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×