Erlent

Fyrsta flokksþing Norður Kóreu í áratugi

Samúel Karl Ólason skrifar
Hermaður stendur fyrir framan mynd af Kim Il Sung, afa Kim Jong-un.
Hermaður stendur fyrir framan mynd af Kim Il Sung, afa Kim Jong-un. Vísir/EPA
Yfirvöld Norður-Kóreu halda nú sjöunda flokksþing Verkamannaflokksins. Þetta er er fyrsta flokksþingið í 36 ár og er talið að Kim Jong-un muni nota þingið til þess að tryggja sig í sessi sem leiðtogi ríkisins.

Erlendum fjölmiðlamönnum hefur verið boðið til landsins vegna þingsins, en þeim er ekki leyft að fara inn á þingið. Þeim er fylgt eftir hvert sem þeir fara og sagt hvað þeir mega gera og hvað þeir mega ekki gera.

Í stað þess að leyfa þeim að fylgjast með þinginu var farið með um hundrað fréttamenn í ferð um verksmiðjur Pyongyang. Götur borgarinnar hafa verið skreyttar með fánum flokksins og skilaboðum um ágæti Kim Jong-un og Kim Jong-il.

Talið er að Kim Jong-un muni lýsa yfir ætlun sinni að bæta efnahag landsins og í senn koma upp kjarnorkuvopnum. Þá verður kosin ný miðstjórn Verkamannaflokksins og er mögulegt að ný kynslóð sé að taka við stjórntaumunum í landinu einangraða.

Undanfarin ár hafa fjölmargar fregnir borist frá landinu um hreinsanir Kim Jong-un og að hann hafi látið taka háttsetta embættismenn af lífi. Þá hefur vakið athygli að engum fulltrúa yfirvalda í Kína hafi verið boðið á þingið að þessu sinni. Er það sagt vera til marks um að Kim Jong-un vilji sýna fram á sjálfstæði sitt.



Lífverðir Kim Jong-un standa fyrir utan þinghúsið.Vísir/AFP
Íbúar Pyongyang ganga hjá þinghúsinu.Vísir/AFP
Pyongyang hefur verið skreytt mikið vegna flokksþingsins.Vísir/AFP
Umfjöllun AP. Umfjöllun Bloomberg. Blaðamaður Financial Times lýsir upplifun sinni af því að koma inn í Norður Kóreu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×