Handbolti

Fyrsta Evrópumarkið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hlynur varð bikarmeistari með Val á síðasta tímabili.
Hlynur varð bikarmeistari með Val á síðasta tímabili. vísir/andri marinó
Valsmenn eru komnir áfram í 16-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu í handbolta eftir 25-25 jafntefli við norska liðið Haslum á útivelli í fyrradag. Valur vann fyrri leikinn á Hlíðarenda með sjö mörkum, 31-24, og því beið Haslum erfitt verkefni í seinni leiknum.

„Við byrjuðum þetta mjög vel og fyrri hálfleikurinn var frábær, sérstaklega í vörninni. Markvarslan fylgdi í kjölfarið,“ sagði markvörðurinn Hlynur Morthens í samtali við Fréttablaðið í gær. Hlynur, sem verður 41 árs í næsta mánuði, átti flottan leik á laugardaginn og var valinn maður leiksins. Hann átti von á meiru frá norska liðinu.

„Ég bjóst við þeim grimmari. Það var undarleg stemning í höllinni, ekki mikið af fólki og svolítið spes. En við mættum þvílíkt grimmir og jörðuðum þá strax í byrjun. Við fundum það fljótt að þeir voru ekkert að fara að gera á móti okkur,“ sagði Hlynur en Valsmenn voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 9-14.

Hlynur kvaðst nokkuð sáttur með eigin frammistöðu en auk þess að verja vel skoraði hann eitt mark. „Þetta var fyrsta Evrópumarkið mitt, held ég alveg örugglega,“ sagði Hlynur og hló við.

Skyttan öfluga, Josip Juric Grgic, var markahæstur í liði Vals á laugardaginn með fimm mörk. Vignir Stefánsson kom næstur með fjögur mörk


Tengdar fréttir

Valur áfram eftir jafntefli í Noregi

Valur er komið áfram í 16-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu í handbolta eftir jafntefli 25-25 gegn Haslum í síðari leik liðanna í Noregi í dag.

Guðlaugur: Vildi vinna stærra

Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, var að vonum glaður með sigurinn á Haslum í dag. Hann viðurkenndi þó hann hefði viljað hafa hann stærri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×