LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR NÝJAST 00:01

Ţau eru tilnefnd til blađamannaverđlauna ársins 2016

FRÉTTIR

Fyrsta Bombardier-vélin flýgur hring yfir borginni

 
Innlent
21:30 23. FEBRÚAR 2016
Grafísk mynd af Bombardier Q-400 í nýjum litum Flugfélags Íslands.
Grafísk mynd af Bombardier Q-400 í nýjum litum Flugfélags Íslands.

Tímamót verða í innanlandsflugi á morgun, miðvikudag, þegar Flugfélag Íslands tekur á móti fyrstu Bombardier Q-400 flugvélinni. Með komu hennar hefst formlega endurnýjun á flugflota Flugfélagsins. 

Áætlað er að flugvélin lendi á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 14. Gert er ráð fyrir að hún fljúgi áður hring yfir borginni og taki jafnvel lágflug yfir flugvellinum, ef veður leyfir, en spáð er hægviðri. Vélinni verður flogið beint til Íslands frá Englandi þar sem hún var máluð í litum Flugfélagsins.

Alls verða Q-400 flugvélarnar þrjár. Þær taka 74 farþega og munu leysa Fokker-vélar félagsins af hólmi, sem taka 50 farþega. Þær eru einnig 30% hraðfleygari en Fokkerarnir, fljúga á 620 kílómetra hraða. Gert er ráð fyrir að fyrsta vélin hefji áætlunarflug á innanlandsleiðum í næstu viku. 

Í frétt Stöðvar 2 um málið fyrir ellefu mánuðum mátti sjá myndir af samskonar Bombardier Q-400-vélum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Fyrsta Bombardier-vélin flýgur hring yfir borginni
Fara efst