Innlent

Fyrsta asahláka ársins handan við hornið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eftirfarandi mynd sýnir nýjasta spálíkan Harmonie (frá kl.12 á hádegi) en þar er spáð fyrir um uppsafnað afrennsli kl 00:00 á miðnætti aðfaranótt mánudags. Sjá má að spáð er yfir 40 mm á tólf klukkustundum á þeim svæðum sem viðvörunin tekur til.
Eftirfarandi mynd sýnir nýjasta spálíkan Harmonie (frá kl.12 á hádegi) en þar er spáð fyrir um uppsafnað afrennsli kl 00:00 á miðnætti aðfaranótt mánudags. Sjá má að spáð er yfir 40 mm á tólf klukkustundum á þeim svæðum sem viðvörunin tekur til. mynd/veðurstofan
Veðurstofan varar við miklum vatnavöxtum á sunnudag í ám á Snæfellsnesi, á Hvítársvæðinu (bæði vestur og suður af Langjökli, á vatnasviði Norðurár í Borgarfirði, kringum Eyjafjalla-og Mýrdalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul.

Spáð er mikilli rigningu um hádegisbil á sunnudag á sunnan-og vestanverðu landinu samhliða hlýnandi veðri. Því má búast við asahláku á svæðunum sem nefnd eru hér að ofan. Er þetta fyrsta asahláka ársins og má því búast við miklu vatnsrennsli vegna úrkomu og leysingarvatns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×