Innlent

Fyrsta aldimma nóttin í Reykjavík var í nótt

Gissur Sigurðsson skrifar
Nóttin varði í 46 mínútur.
Nóttin varði í 46 mínútur. Vísir/Getty Images
Fyrsta aldimma nóttin í Reykjavík á þessu hausti var í nótt. Dagsetur varð klukkan rúmlega eitt í nótt og stóð til klukkan 01.50 og var því nótt í 46 mínútur.

Þetta var fyrsta nóttin sem skuggahlið jarðarinnar nær svo langt inn á landið að í Reykjavík sást hvorki til dagseturs né dögunar. Þá er himininn al dimmur, sem kallast nótt.

Úr þessu fara næturnar að lengjast á kostnað daganna alveg fram undir jól, að dæmið fer að snúast við.

Á sama tíma kom sumarið til Akureyrar með hlýindum og góðu veðri.

Hitastig þar var níu gráður á miðnætti en fór upp í rúmar 12 gráður klukkan þrjú í nótt og í 13 gráður klukkan sex í morgun.

Þetta eru að líkindum hæstu hitatölur að næturlagi á Akureyri í allt sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×