Erlent

Fyrrverandi yfirmaður AGS handtekinn á Spáni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Rato var yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á árunum 2004 til 2007.
Rato var yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á árunum 2004 til 2007. Vísir/AFP
Rodrigo Rato, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var handtekinn af spænsku lögreglunni í dag. Hann sætir rannsókn fyrir meint svik og peningaþvætti.

Rato var yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á árunum 2004 til 2007. Þar áður var hann fjármálaráðherra í ríkisstjórn Spánar.

Hann var handtekinn, yfirheyrður og síðan sleppt af spænsku lögregluyfirvöldum í dag í tengslum við rannsókn á meintum fjársvikum hans. Þá gerðu skattayfirvöld húsleit heima hjá honum á sama tíma.

Samkvæmt BBC eiga brot hans að hafa átt sér stað á meðan hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá spænska bankanum Bankia. Hann hóf störf hjá bankanum árið 2010 en sagði starfi sínu lausu tveimur árum síðar þegar bankinn stóð illa.

Saksóknari á Spáni segir að stjórnendur Bankia hafi blekkt stjórnvöld um fjárhagsstöðu bankans.

Rato neitar sök í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×