Erlent

Fyrrverandi varaforseti FIFA gleypir við grínfrétt

Samúel Karl Ólason skrifar
Warner með útprentað eintak af gríngreininni.
Warner með útprentað eintak af gríngreininni.
Fyrrverandi varaforseti FIFA virðist hafa trúað gríngrein um að samtökin ætli að halda heimsmeistaramót í Bandaríkjunum á þessu árai. Jack Warner, einn þeirra sem Bandaríkin hafa ákært vegna spillingar og mútuþægni, birti myndband á Facebooksíðu sinni í gær þar sem hann sagði: „Ef FIFA er svona slæmt, af hverju vilja Bandaríkin halda heimsmeistaramót FIFA?“

Í greininni sem hann vísar til og birtisti á grínvefnum Onion, segir í fyrirsögn að FIFA muni hafi tilkynnt um heimsmeistaramót í Bandaríkjunum sem halda á nú í sumar. Greinin birtist 27. maí og í undirfyrirsögninni segir: „Heimsmeistaramótið í fótbolta mun byrja í Bandaríkjunum í kvöld.“

Þar segir einnig að merki keppninnar verði handteiknaður spýtukall sparkandi í bolta.

Warner virðist hafa trúað þessu alfarið. Hann segir þetta vera mikinn tvískinnung í Bandaríkjunum að vilja halda HM nú og segir ákærurnar vera samsæri um að Bandaríkin séu ósátt við að HM verði haldið í Rússlandi 2018 og í Katar 2022.

Yfirlýsing Warner hefur verið tekinn út af Facebooksíðu hans, en internetið gleymir engu.

Hér má sjá alla yfirlýsingu Warner



Fleiri fréttir

Sjá meira


×