Lífið

Fyrrverandi ráðherra í íbúðaskiptum

Sveinn Arnarsson skrifar
Katrín Júlíusdóttir þingmaður.
Katrín Júlíusdóttir þingmaður.
Æ vinsælla er meðal Íslendinga að finna fjölskyldur erlendis og skipta við þær á íbúðum.

Með því sparast fjármagn sem annars færi í gistingu á ferðalögum erlendis. Fjöldi Íslendinga stundar þessa iðju hvert sumar. Þetta er einkar gott fyrir einstaklinga sem hafa gaman af því að skipuleggja sumarfríin sín langt fram í tímann.

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Samfylkingarinnar, hefur nú þegar ákveðið að fara í tvær slíkar ferðir næsta sumar.

Skiptir hún á íbúð næsta sumar við hjón frá Prag annars vegar og hjón frá Ljublana hins vegar. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið enda ráðherrann fyrrverandi annálaður fyrir skipulagshæfileikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×