Innlent

Fyrrverandi menntamálaráðherra ósammála styttingu framhaldsskólanáms

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Björn Bjarnason segir að sveigjanleika og frjálsræði innan framhaldsskólanna sé fórnað í þágu einsleitni.
Björn Bjarnason segir að sveigjanleika og frjálsræði innan framhaldsskólanna sé fórnað í þágu einsleitni. Vísir/GVA
Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, furðar sig á hversu litlar umræður hafa orðið um breytingar á framhaldsskólakerfinu.

Á vefsíðu sinni skrifar hann pistil um málið þar sem hann segist meðal annar hafa við fyrstu sýn verið hrifinn af hugmyndinni um styttingu náms í framhaldsskólum úr fjórum árum í þrjú en snúst svo hugur við nánari athugun. Málið var til skoðunar þegar hann var menntamálaráðherra fyrir um tveimur áratugum síðan.

Björn segir að með breytingunum sé verið að kasta sveigjanleika og frjálsræði innan framhaldsskólanna í þágu einsleitni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×