Enski boltinn

Fyrrverandi markvörður Hattar framlengir við Bournemouth

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Allsop lék átta deildarleiki með Hetti sumarið 2012.
Allsop lék átta deildarleiki með Hetti sumarið 2012. vísir/getty
Markvörðurinn Ryan Allsop hefur framlengt samning sinn við Bournemouth um eitt ár.

Allsop, sem er 23 ára, lék sem lánsmaður með Coventry í ensku C-deildinni á síðasta tímabili en ætlar að freista þess að vinna sér sæti í liði Bournemouth í vetur. Bournemouth eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni og hafa verið duglegir að bæta í leikmannahóp sinn á síðustu vikum.

Allsop hóf ferilinn hjá West Brom en náði aldrei að leika aðalliðsleik fyrir félagið. Hann fór til Millwall 2011 en var látinn fara frá félaginu eftir rúmt ár í herbúðum þess.

Allsop kom þá til Íslands og lék með Hetti fyrri hluta sumars 2012. Hann lék átta deildarleiki með Hattar-mönnum og var einn besti markvörður 1. deildarinnar.

Hann gerði svo sex mánaða samning við Leyton Orient í júlí 2012 en þaðan fór Allsop til Bournemouth.

Allsop mun berjast um markvarðarstöðuna hjá Bournemouth í vetur við Artur Boruc, Adam Federici og Lee Camp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×