Erlent

Fyrrverandi gítarleikari 3 Doors Down látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Matt Roberts.
Matt Roberts. Vísir/Getty
Gítarleikarinn Matt Roberts, einn af stofnmeðlimum bandarísku sveitarinnar 3 Doors Down, er látinn, 38 ára að aldri.

Lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlausan mann á hótelgangi í bænum West Bend í gærmorgun og úrskurðaði sjúkralið hann látinn á staðnum. Dánarorsök er enn ekki kunn.

Roberts var staddur í West Bend til að spila á fjáröflunarsamkomu.

Roberts hætti í 3 Doors Down árið 2012, en hann stofnaði sveitina ásamt söngvaranum Brad Arnold og bassaleikaranum Todd Harrell, en þeir voru allir frá bænum Escatawpa í Mississippi.

Vinsælasta lag sveitarinnar var lagið Kryptonite frá árinu 2000, sem tilnefnt var til Grammy-verðlauna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×