Enski boltinn

Fyrrverandi framherja Newcastle stungið í steininn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ranger hefur margsinnis komist í kast við lögin.
Ranger hefur margsinnis komist í kast við lögin. vísir/getty
Nile Ranger, fyrrverandi leikmaður Newcastle United, hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir fjársvik.

Hinn 25 ára gamli Ranger notaði bankaupplýsingar grunlausra aðila til að færa fé frá einum reikningi yfir á annan.

Ranger er þekktur vandræðagemsi og hefur margsinnis komist í kast við lögin. Hann yfirgaf Newcastle í byrjun mars 2013 eftir að hafa verið kærður fyrir nauðgun.

Ranger lék með Southend í ensku C-deildinni á nýafstöðnu tímabili. Hann skoraði átta mörk í 24 deildarleikjum fyrir liðið.

Auk Newcastle og Southend hefur Ranger leikið með Barnsley, Sheffield Wednesday, Swindon Town og Blackpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×