Erlent

Fyrrverandi forseti Úrúgvæ látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jorge Batlle gegndi forsetaembættinu á árunum 2000 til 2005.
Jorge Batlle gegndi forsetaembættinu á árunum 2000 til 2005. Vísir/AFP
Jorge Batlle, fyrrverandi forseti Úrúgvæ, er látinn, 88 ára að aldri. Hann gegndi forsetaembættinu á árunum 2000 til 2005.

Batlle gekkst undir aðgerð fyrr í mánuðinum til að stöðva blæðingu, en lést á Sanatorio Americano sjúkrahúsinu í gær.

Honum var lýst sem opnum stjórnmálamanni og frjálslegum í fasi, sem var virkur í stjórnmálabaráttu sinni löngu eftir að hann lét af starfi forseta.

Batlle jók samstarf Úrúgvæ og Bandaríkjanna í valdatíð sinni, á sama tíma og stjórnvöld í nágrannaríkjunum Argentínu, Brasilíu og Venesúela drógu úr samskiptum sínum við Bandaríkin.

Hann var menntaður lögfræðingur og starfaði sem blaðamaður og þingmaður áður en hann tók við forsetaembættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×