Lífið

Fyrrverandi forsætisráðherra Svía fótóbombaði viðtal með stórfenglegum hætti

Birgir Olgeirsson skrifar
Carl Bildt er þekktur sprellari.
Carl Bildt er þekktur sprellari.
Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svía, fótóbombaði sjónvarpsviðtal í beinni. Stærsta einkastöðin í Svíþjóð, TV4, var að taka viðtal við Benjamin Dousa, leiðtoga ungliðahreyfingar Hægri flokksins (Moderaterna), á ársþingi flokksins.

Dousa vissi hins vegar ekki að á meðan hann ræddi málin ákvað fyrrverandi formaður flokksins, Carl Bildt, að stela sviðsljósinu af honum með því að stara beint í myndavélina með kaffikönnu í hönd. Úr varð myndbandsklippa sem hefur farið sem eldur í sinu um netheima frá því hún rataði í dreifingu síðastliðinn laugardag.

Bildt var forsætisráðherra Svía á árunum 1991 til 1994 og utanríkisráðherra frá 2006 til 2014. Þá var hann sáttasemjari í Bosníustríðinu, reglulegur álitsgjafi um utanríkisráð og virkur Twitter-notandi.



Á sænska vefnum Local
er Bildt sagður þekktur fyrir að nota húmor til að koma sér úr erfiðum aðstæðum eða viðtölum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×