FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 09:09

Skýrsla Kidda Gun: Hlynur sagđi nei!

SPORT

Fyrrverandi fjármálaráđherra Bretlands gerist ritstjóri

 
Viđskipti erlent
12:44 17. MARS 2017
Osborne var fjármálaráđherra í ríkisstjórn David Cameron forsćtisráđherra á árunum 2010 til 2016.
Osborne var fjármálaráđherra í ríkisstjórn David Cameron forsćtisráđherra á árunum 2010 til 2016. VÍSIR/AFP

George Osborne, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur verið gerður að ritstjóra blaðsins London Evening Standard. Evgeny Lebedev, eigandi blaðsins, greindi frá þessu í morgun.

Í frétt Guardian er haft eftir Lebedev, sem einnig á Independent, að hann sé ánægður með að fá Osborne í stöðuna og að ráðningin styrki stöðu blaðsins.

Osborne tekur við ritstjórastöðunni af Sarah Sands sem hefur gegnt stöðunni frá árinu 2012.

Sands greindi frá því í janúar að hún myndi láta af stöðu ritstjóra Evening Standard til að taka við ritstjórastöðu Today á BBC Radio 4.

Osborne var fjármálaráðherra í ríkisstjórn David Cameron forsætisráðherra á árunum 2010 til 2016.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti erlent / Fyrrverandi fjármálaráđherra Bretlands gerist ritstjóri
Fara efst