Lífið

Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur F. Magnússon tileinkar lagið vinkonu sinni Bryndísi Sigurjónsdóttur.
Ólafur F. Magnússon tileinkar lagið vinkonu sinni Bryndísi Sigurjónsdóttur.
Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. Ólafur sendi frá sér lag í upphafi mánaðarins og nú, tíu dögum seinna, er komið annað.

Lagið heitir „Máttur gæskunnar“ en Ólafur samdi bæði lag og ljóð. Ljóðið var samið þann 5. júní sumarið 2014 en lagið er nýtt eða frá því í september.

Lagið má heyra hér að neðan en söngur er í höndum þeirra Guðlaugar Drafnar Ólafsdóttur sem er söngkennari Ólafs. Útsetning og gítarleikur er í höndum snillinganna, Gunnars Þórðarsonar og Vilhjálms Guðjónssonar.

Myndbandsupptaka fór fram í hljóðveri Vilhjálms við Laufásveg 6. okt. sl. og annaðist Friðrik Grétarsson hana.

Lag og ljóð er tileinkað góðvini Ólafs, Bryndísi Sigurjónsdóttur, en hlusta má á það í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×