Sport

Fyrrum yfirmaður FBI stýrir rannsókn um Rice-málið

Það er pressa á Goodell núna.
Það er pressa á Goodell núna. vísir/getty
Staða stjóra NFL-deildarinnar, Roger Goodell, er ekki góð eftir að fréttir bárust af því að hann hefði séð myndbandið umdeilda er Ray Rice rotar unnustu sína.

Þegar myndbandið lak á netið í upphafi vikunnar þá hafnaði Goodell því að hann hefði séð umrætt myndband. Í kjölfarið fékk Rice ótímabundið leikbann af deildinni en hann fékk upphaflega aðeins tveggja leikja bann.

Í gærkvöld komu fram fréttir að NFL-deildin hefði fengið myndbandið umrædda í apríl síðastliðnum. Þrátt fyrir það segist Goodell ekki hafa séð myndbandið.

Til þess að fá botn í þetta mál hefur fyrrum yfirmaður FBI, Robert Mueller III, verið ráðinn til þess að vera með óháða rannsókn á málinu.

Ef Goodell verður ekki hreinsaður í þeirri rannsókn þá er næsta víst að hann hefur lokið keppni hjá NFL-deildinni.

Skýrsla Mueller verður gerð opinber.

NFL

Tengdar fréttir

Rice: Þarf að vera sterkur fyrir eiginkonuna mína

Ray Rice og eiginkona hans hafa óskað eftir því að fá frið frá fjölmiðlum eftir að myndband þar sem Ray sést rota hana í lyftu á hóteli lak á netið en hún virðist ætla að standa með sínum manni.

Lamdi ólétta unnustu sína

Ray McDonald, leikmaður San Francisco 49ers, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa gengið í skrokk á óléttri unnustu sinni.

Mayweather stendur með Ray Rice

Þeir eru ekki margir sem þora að standa með ruðningskappanum Ray Rice í dag en boxarinn Floyd Mayweather er þó einn þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×