Innlent

Fyrrum skólastjóri ráðinn sveitarstjóri

Bjarki Ármannsson skrifar
Úr Eyjafjarðarsveit.
Úr Eyjafjarðarsveit. Vísir/Pjetur
Karl Frímannsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit. 49 manns sóttu um stöðuna en Karl var ekki í hópi þeirra

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Eyjafjarðarsveitar. Karl gengdi stöðu skólastjóra Hrafnagilsskóla í þrettán ár og undir hans stjórn hlaut skólinn Íslensku menntaverðlaunin árið 2007.

Þá hefur hann starfað hjá Akureyrarbæ undanfarin tvo ár auk þess sem hann var stjórnarformaður Hofs frá 2008 til 2012. Karl lauk meistaraprófi frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 í stjórnun menntastofnana en áður lauk hann prófi í íþróttafræðum við Íþróttaháskóla Noregs 1992. 

Hann tekur við starfinu þann 1. ágúst næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×