ŢRIĐJUDAGUR 28. FEBRÚAR NÝJAST 12:00

Koeman: Rooney er velkominn til Everton

SPORT

Fyrrum leikmađur Víkings hetja Oxford gegn Swansea

 
Enski boltinn
13:45 10. JANÚAR 2016
Roofe fagnar fyrra marki sínu.
Roofe fagnar fyrra marki sínu. VÍSIR/GETTY
Anton Ingi Leifsson skrifar

Kemar Roofe, fyrrum leikmaður Víkings R., reyndist hetja D-deildarliðs Oxford gegn Swanesa í ensku bikarkeppninni í dag. Kemar skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Oxford sem er komið í fjórðu umferð.

Jefferson Montero kom Swansea yfir á 23. mínútu eftir laglegt samspil, en markið kom nokkuð gegn gangi leiksins. Heimamenn náðu þó að jafna fyrir hlé er Liam Sercombe jafnaði af vítapunktinum.

Síðari hálfleikur var fjögurra mínútna gamall þegar Kemar Roofe kom Oxford yfir og tíu mínútum síðar var hann aftur á ferðinni með annað mark sitt og þriðja mark Oxford.

Roofe spilaði þrjá leiki með Víkingi Reykjavík sumarið 2011, þá átján ára gamall. Hann spilaði tvo leiki í deildinni og einn leik í bikarnum, sem þá hét Valitor-bikarinn.

Bafetimbi Gomis klóraði í bakkann fyrir Swansea á 66. mínútu sem hvíldi marga lykilmenn, en nær komust þeir ekki og lokatölur 3-2 Oxford. Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Swansea í dag, en hann var hvíldur.

Annar fyrrum Íslandsfari, George Baldock, var einnig í liði Oxford, en hann spilaði með ÍBV sumarið 2012. Hann spilaði sextán leiki í Pepsi-deildinni og einn leik í Borgunbikarnum.

Þetta er í fyrsta skipti síðan 1999 sem Oxford kemst í fjórðu umferðina, en þá slógu þeir einnig út úrvalsdeildarlið í þriðju umferðinni. Þá var það Chelsea sem Oxford sló út og gamla goðsögnin Dean Windass var hetjan.


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Fyrrum leikmađur Víkings hetja Oxford gegn Swansea
Fara efst