Íslenski boltinn

Fyrrum leikmaður Getafe til Ólafsvíkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Denis á nýja heimavellinum.
Denis á nýja heimavellinum. mynd/víkingur ó.
Slóvenski miðvörðurinn Denis Kramar er genginn í raðir Víkings Ó.

Kramar, sem er 24 ára, lék síðast með FK Sarajevo í Bosníu. Hann hefur farið víða á ferlinum og leikið í Póllandi, Kýpur, Spáni, Ástralíu, Bosníu auk heimalandsins.

Kramar er ætlað að styrkja varnarleik Ólsara sem eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð í Pepsi-deildinni.

Eftir frábæra byrjun hefur aðeins hallað undan fæti hjá Víkingi að undanförnu. Liðið er þó í góðri í stöðu, í 7. sæti deildarinnar með 18 stig.

Víkingar sækja Val heim í næsta leik sínum á miðvikudaginn.


Tengdar fréttir

Úr Víkingi í Víking

Daninn Martin Svensson er genginn í raðir Víkings Ó. frá Víkingi R.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×