Enski boltinn

Fyrrum fyrirliði Brighton látinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
McCarthy var fyrirliði Ebbsfleet United þegar liðið varð bikarmeistari neðri deilda árið 2008.
McCarthy var fyrirliði Ebbsfleet United þegar liðið varð bikarmeistari neðri deilda árið 2008. Vísir/Getty
Paul McCarthy, fyrrum knattspyrnumaður, lést í gær aðeins 45 ára. Dánarorsök hans er ekki kunn en í yfirlýsingu á heimasíðu Brighton Hove & Albion er hann sagður hafa „látist skyndilega“.

McCarthy fæddist á Írlandi en fékk sinn fyrsta atvinnumannsamning hjá Brighton. Hann lék með liðinu frá 1988 til 1996 og var fyrirliði þess síðasta tímabilið sitt hjá liðinu.

Hann gekk svo í raðir Wycombe Wanderers og fór með liðinu alla leið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar árið 2001. Hann lék síðar á ferlinum með Oxford United, Hornchurch, Ebbsfleet United og Crowborough Athletic.

Alls lék hann meira en 500 leiki á ferlinum, þar af rúmlega fyrir 200 fyrir Brighton. Hann var á sínum tíma í U-21 liði Írlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×