Erlent

Fyrrum Doctor Who segir drengi vanta fyrirmynd og gagnrýnir að kona leiki aðalhlutverkið

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Peter segist alls ekki sáttur við að Jodie taki við hlutverki Dr. Who.
Peter segist alls ekki sáttur við að Jodie taki við hlutverki Dr. Who. Vísir/Getty
Leikarinn Peter Davison, sem þekktastur er fyrir að leika Doctor Who á árunum 1981-1984, hefur gagnrýnt ákvörðun breska ríkissjónvarpsins að ráða leikkonuna Jodie Whittaker í hlutverk hins nýja tímaflakkara. Telegraph greinir frá.

Segir hann að þetta vera missi fyrir unga drengi sem vanti fyrirmynd. Davison lét þessi orð flakka á Comic Con hátíðinni í San Diego sem haldin er um þessari mundir.

Jafnframt sagði hann að hún væri frábær leikkona en hann efaðist samt sem áður um að hún sé sú rétta í hlutverkið.

Ekki eru allir sáttir við orð leikarans og hefur Colin Baker, sem tók við hlutverki tímaflakkarans af Davison á sínum tíma, meðal annars sagt að hann sé mjög svo ósammála honum. Segir hann orð hans vera algjört kjaftæði.

„Strákar hafa síðustu fimmtíu ár haft karlkyns fyrirmynd. Mér þykir það leiðinlegt Peter en þetta er kjaftæði hjá þér- algjört kjaftæði.“ sagði Baker og sagði að fyrirmyndir hefur ekkert endilega með kyn að gera. Kona gæti vel verið fyrirmynd fyrir stráka líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×