Viðskipti innlent

Fyrirtæki í áli sameinast undir einum hatti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Álverið á Grundartanga.
Álverið á Grundartanga. Fréttablaðið/Vilhelm
Stofnfundur Áklasans fer fram í Húsi atvinnulífsins í dag. Um þrjátíu fyrirtæki sem tengjast áliðnaði á Íslandi sameinast þar undir einum hatti en ný stjórn félagsins verður kjörin á fundinum.

„Tilgangurinn er í rauninni fjölþættur. Efla samkeppnishæfni og virðisauka þeirra fyrirtækja sem eru í Álklasanum,“ segir Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir klasastjóri.

Hún segir meðal markmiða að auka sýnileika og umfjöllun um þau fyrirtæki sem eru starfandi á sviðinu.

„Svo verðum við með klasaverkefni sem eru mjög fjölbreytt,“ segir Guðbjörg. Álklasanum tilheyra öll álverin hér á landi og ýmsir þjónustuaðilar, menntastofnanir, rannsóknarstofur og verkfræðistofur.

„Eitt af áherlsuatriðum verður á sviði rannsóknar og nýsköpunar. Það verða áherslupunktar.“

Fundurinn hefst klukkan 14.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×