Enski boltinn

Fyrirliði West Ham: Varnarleikurinn er hlægilegur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mark Noble, fyrirliði West Ham United, dró hvergi undan í viðtölum eftir 0-3 tapið fyrir Southampton í gær og sagði varnarleik Hamranna hafa verið hlægilegan.

West Ham hefur farið afar illa af stað í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er búið að tapa fimm af fyrstu sex leikjum sínum og fá á sig 16 mörk, flest allra.

Sjá einnig: Bilic: Við erum einfaldlega ekki nægilega góðir

„Ef ég á að vera heiðarlegur, þá gátu þeir skorað sex mörk. Það jákvæða er að þetta getur varla orðið verra,“ sagði Noble eftir tapið fyrir Southampton.

„Við höfum fengið á okkur 11 mörk í síðustu þremur leikjum og það er hlægilegt og alls ekki nógu gott. Við vitum það,“ bætti fyrirliðinn við.

Þetta er versta byrjun West Ham frá tímabilinu 2002-03 en þá féll liðið úr úrvalsdeildinni.

Mörkin úr leik West Ham og Southampton má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

West Ham hefur áhuga á Fabregas

Enski miðlar greina frá því í dag að West Ham United ætli sér að klófesta Cesc Fabregas í janúarglugganum en Spánverjinn hefur ekki verið í byrjunarliðinu hjá Antonio Conte, knattspyrnustjóra Chelsea, á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×