Enski boltinn

Fyrirliði Englandsmeistaranna framlengir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Morgan kyssir Englandsmeistarabikarinn.
Morgan kyssir Englandsmeistarabikarinn. vísir/getty
Wes Morgan hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Englandsmeistara Leicester City.

Morgan spilaði hverja einustu mínútu þegar Leicester vann Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins í vor.

Morgan kom til Leicester frá Nottingham Forest 2012 og hefur verið fyrirliði liðsins síðan þá.

Morgan, sem er 32 ára miðvörður, hefur leikið 75 af 76 leikjum Leicester í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár.

Leicester missti miðjumanninn N'Golo Kanté til Chelsea í síðustu viku og óvíst er hvar Riyad Mahrez, besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, spilar á næsta tímabili.

Jamie Vardy ákvað hins vegar að halda kyrru fyrir hjá Leicester sem mætir Manchester United í leiknum um Samfélagsskjöldinn 7. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×